Hvert er markmið rannsóknarinnar?

Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka erfðabreytileika sem hafa áhrif á tóneyra og taktvísi og tengsl þessara eiginleika við raskanir á borð við lesblindu.

 

Hvað felst í þátttöku?

Þátttaka í rannsókninni tekur um 25 mínútur og felur í sér að:

  • Undirrita yfirlýsingu um samþykki með rafrænum skilríkjum
  • Svara rafrænum spurningalista um tónlistarástundun, lestur og fleira
  • Leysa stutt verkefni á vefnum sem byggist á því að hlusta á tóndæmi og svara spurningum

Hvað er átt við með tóneyra og taktvísi?

Fólk er misnæmt á tóna og takt í tónlist. Þeir sem eru með gott tóneyra eiga auðvelt með að greina tónhæð í tónlist. Taktvissir einstaklingar eru góðir í að halda takti.

Sumir eiga aftur á móti í erfiðleikum með tóna og/eða takt í tónlist.

Tónblinda (á ensku amusia eða tone deafness) einkennist af erfiðleikum með að halda lagi og bera kennsl á falskar nótur. Þetta er arfgengt og hrjáir um 1,5 – 4% einstaklinga.

Taktblinda (beat deafness) einkennist af erfiðleikum með að halda takti og skynja takt í tónlist. Lítið er vitað um arfgengi og tíðni taktblindu, en vísbendingar eru um að taktblinda fari stundum saman með lesblindu, málþroskaröskun og talnablindu.

Í þessari rannsókn er sjónum beint að öllu hæfileikarófinu; slæmu, góðu og jafnvel afburðagóðu næmi á tóna og takt í tónlist.

Upplýsingar um verkefnið í síma 520-2800 eða rannsokn@rannsokn.is © 1997 - 2020 Íslensk erfðagreining ehf. Allur réttur áskilinn.